Allir sem sem vilja koma námskeiði og/eða atburð á framfæri í tómstundabæklingnum skuli hafa samband fyrir 1. september.
Markmiðið með tómstundabæklingnum er að allt framboð á tómstundastarfi í sveitarfélaginu sé á einum stað.
Upplýsingum skal komið til Svölu Svavarsdóttir (netfang:
budardalur@simnet.is) í síðasta lagi miðvikudaginn 1. september, þar sem bæklingurinn á að fara í póst í næstu viku.
Eftirtalin atriði þurfa að koma fram í bæklinginum:
– Heiti námskeiðs/atburðar
– Stutt lýsing á námskeiði/atburði
– Heiti kennara/þjálfara
– Staðsetning
– Tímabil námskeiðs/atburðar (t.d. 10. janúar – 4. júní)
– Dagar sem námskeiðið fer fram (t.d. þriðjudagar)
– Tími (t.d. 16:00 – 17:00)
– Verð
– Ef það þarf að skrá sig, þá upplýsingar hjá hverjum og fyrir hvaða tíma.
– Ef námskeið innihalda helgaratburði svo sem ferðalög, ferðir á mót, mótahald eða slíkt væri æskilegt að fá þær dagsetningar líka.
– Endilega sendið mynd með, Svala getur líka fundið myndir ef þess er óskað.
Skilafrestur er miðvikudagurinn 1. september.