Auðarskóli leitar að leikskólakennara til starfa.
Ertu jákvæður og skapandi og vilt vinna með leikskólabörnum?
Auðarskóli er samrekin leik-, grunn- og tónlistarskóli. Skólinn er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á skólaþróun, fagmennsku og skapandi leikskólastarf í anda menntastefnu Dalabyggðar. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna.
- Kennsla og umönnun ungra barna.
- Skipulagningu og útærsla faglegs starfs undir stjórn aðstoðarleikskólastjóra.
- Þátttaka í foreldrasamstarfi í samráði við stjórnanda.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur kennara:
- Starfsleyfi sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn).
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með ungum börnum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
- Stundvísi, áreiðanleiki og reglusemi.
- Góð íslenskukunnátta.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.
Auglýsing birt 5. mars 2025