Fjölbreytt störf í boði á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Hótelið heimsækja bæði erlendir og innlendir ferðamenn sem og hópar, t.d. ættarmót. Einnig koma fjölmargir til að heimsækja tjaldsvæðið okkar og sundlaugina. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja vinna úti á landi yfir sumartímann í friðsælu og fallegu umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Almenn góð menntun
Góð tungumálakunnátta æskileg
Glaðlegt viðmót og rík þjónustulund
Reglusemi og stundvísi
Góð samskiptahæfni
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnin eru fjölbreytt og mismunandi eftir störfum. Nánari starfslýsing fæst þegar sótt er um viðkomandi starf.
Fríðindi í starfi
Frír aðgangur að sundlaug og líkamsrækt
Frítt fæði á vinnutíma
Frítt húsnæði fyrir þá sem það þurfa
Fyrir nánari upplýsingar um störf og aðstöðu má hafa samband í síma 699-2270 eða á karl@skolabudir.is