Vinnuskóli Dalabyggðar 2025

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní og til loka júlí (með fyrirvara), fyrir unglinga fædda 2008 til 2012.
Sigríður Jónsdóttir verður umsjónarmaður Vinnuskólans 2025.

Umsóknareyðblað má finna hér neðar í fréttinni.

Umsækjendur eru beðnir um að taka það fram á umsókninni ef sótt hefur verið um sumarstörf á fleiri stöðum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Athugið að ekki er hægt að tryggja að umsóknir sem berast eftir þann tíma verði samþykktar.

Boðið er upp á að skrá sig í mat í júní (þ.e. meðan leikskóli er starfandi), þá þarf að taka það fram á umsókn. Boðið er upp á hádegismat sem er framreiddur í Dalabúð kl.12:00 og mun máltíðin samkvæmt tilboði frá Dalakoti kosta 1.451 kr.

Vinnutími Vinnuskóla hefst kl.09:00 og er til kl.15:00

Ef spurningar vakna eða óskað er nánari upplýsinga má hafa samband á netfangið: vinnuskoli@dalir.is

Frekari upplýsingar:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei