Til sölu: Félagsheimilið Árblik

DalabyggðFréttir

Félagsheimilið Árblik 371, Búðardalur.

Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km frá Búðardal.
Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan það er að finna tjaldsvæði.

Húsið er steinsteypt og var byggt í 2 áföngum 1981 og 1991. Jarðhæð er 384,9 fm, og kjallari 258,5 fm að stærð. Samtals stærð er 641,4 fm skv. skráningu HMS.

Húsið stendur á c.a 4.8 hektara leigulóð í eigu Ríkisins. Kynding er með hitaveitu í eigu RARIK. Neysluvatn er tekið úr vottuðu vatsbóli á svæðinu.

Nánari lýsing:
Á jarðhæð er anddyri, samkomusalur, 2x snyrtingar fyrir gesti og eldhús með tækjum.
Gengið er um steyptar tröppur niður í kjallara. Þar eru geymslur og rúmgóður salur.
Einnig eru búningsherbergi með sturtum, 2 salerni og lítið eldhús sem hafa verið nýttar við þjónustu tjaldsvæðis.

Bílaplan er malarborið og gras er á lóðinni. Tjaldsvæði er skjólgott og afmarkað með trjágróðri, þar er losunar aðstaða fyrir ferðasalerni og rafmagnstenglar.

Framsal á núgildandi lóðarleigusamningi er óheimil, kaupandi þarf því að gera nýjan lóðarleigusamning við Ríkiseignir.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Fleiri myndir og upplýsingar má nálgast hér: Auglýsing á fasteignavef

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei