Laus störf: Stjórnunarstöður í Auðarskóla skólaárið 2025-2026

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir lausnamiðuðum leiðtogum í stjórnendstöður fyrir skólaárið 2025-2026:
  • Deildarstjóra í grunnskóla-Tímabundin staða til eins árs
  • Aðstoðarleikskólastjóra
  • Verkefnastjóra sérkennslu

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi.
Ráðið er í stöðu deildarstjóra frá 16. september 2025 og til og með 31. júlí 2026.
Ráðið verður í stöðu aðstoðarleikskólastjóra frá 6. ágúst 2025.
Ráðið verður í stöðu verkefnastjóra sérkennslu frá 22. september 2025.

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Í grunnskólanum eru um 70 nemendur í 1.-10. bekk og um 26 börn í leikskólanum. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur.

Menntastefna Dalabyggðar er höfð að leiðarljósi í starfi skólans og er útgangspunkturinn að stuðla að framsækni og vellíðan barna og ungmenna og um leið alls skólasamfélagsins. Lögð er rík áhersla á að í Dalabyggð sé eftirsóknarvert og fjölskylduvænt samfélag og er öflugt menntastarf veigamikill þáttur þess. Í forgangir er að byggja upp gott og heilbrigt starfs- og námsumhverfi þar sem komið er til móts við fjölbreyttar þarfir barna og nemenda í skólasamfélagi sem byggist á lýðræðislegri þátttöku allra.
Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er vel búin líkamsræktarstöð. Íþróttahús og sundlaug eru í byggingu sem staðsett eru við leik- og grunnskóla og verða tekin í gagnið í feb/mars 2026.

Menntunar- og hæfniskröfur deildarstjóra grunnskóla
  • Leyfisbréf kennara í grunnskóla(Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða
  • Stjórnunarreynsla í grunnskóla
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla, teymisvinnu og samvinnu
  • Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf
  • Skipulagshæfileikar, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur aðstoðarleikskólastjóra
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða
  • Stjórnunarreynsla í leikskóla
  • Reynsla af kennslu í leikskóla, teymisvinnu og samvinnu
  • Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf
  • Skipulagshæfileikar, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur verkefnastjóra sérkennslu
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara og/eða menntun á sviði sérkennslu, þroskaþjálfa, atferlisþjálfa, eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi(Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf
  • Skipulagshæfileikar, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2025.

Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, netfang: herdis@audarskoli.is, sími: 4304757.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei