Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. september kl. 20 verður árleg þjóðtrúarkvöldvaka haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum.
Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um kvöldvökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð.
Að þessu sinni eru á dagskrá þjóðtrúarkvöldvökunnar skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna, ísbirni, seli, fjöruna, þjóðtrú og þjóðsögur.
Auk skemmtilestra sem einkenna þessa kvöldvöku verður boðið upp á viðeigandi tónlistaratriði sem Arnar Snæberg Jónsson sér um.
Aðgangseyrir með dulmögnuðu kaffihlaðborði inniföldu er 1.500 kr. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Eftirfarandi erindi verða flutt:
Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur: Ógnvaldur í undirdjúpunum: Hryllileg samskipti sela og manna.
Kristinn Schram, þjóðfræðingur: Líf og dauði í flæðarmálinu: þjóðfræði rekafjörunnar.
Jón Jónsson, þjóðfræðingur: Ísbirnir éta ekki óléttar konur!

Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður – Facebook

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei