Átak til atvinnusköpunar

DalabyggðFréttir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja.
Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem skapa ný störf, nýsköpun og/eða samstarfsverkefni sem byggja á hönnun, nýsköpun sem á sér stað í klasasamstarfi, verkefni sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðamarkaði og verkefni sem fela í sér verulega nýjung eða framþróun frá því sem þekkt er í dag.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af styrkhæfum kostnaði verkefnisins. Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að þar komi fram allar nauðsynlegar upplýsingar sem þar til að meta umsókn.
Ekki er stutt við fjárfestingar í tækjum, búnaði eða birgðum, breytingar eða endurgerð á húsnæði, almennum rekstrarkostnaði eða kostnaði við stofnun fyrirtækis, verkefni sem eru í beinni samkeppni við innlenda vöru eða þjónustu og verkefni sem nú þegar hafa fengið stuðning úr Tækniþróunarsjóði eða öðrum sambærilegum sjóðum.
Umsóknir eru metnar af stjórn Átaks til atvinnusköpunar sem skipuð er af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Matið byggist eingöngu á þeim gögnum sem umsækjandi leggur fram og ef upplýsingar í umsókn eru ekki fullnægjandi verður umsókninni synjað.
Opnað verður fyrir umsóknir 5. september og er umsóknafrestur til hádegis mánudaginn 28. september 2015.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei