Byggðasafn Dalamanna er nú með sýningu í anddyri stjórnsýsluhússins á bæjarteikningum úr Haukadal eftir Helgu Skúladóttur (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum. Helga var farkennari í Haukadal og Laxárdal 1934-1936 og teiknaði á þeim tíma flesta bæi í þessum tveimur sveitum.
