Íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

DalabyggðFréttir

Dalabyggð og Húnaþing vestra hafa undanfarin misseri átt í viðræðum um sameiningu. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna vinnur að áliti um tillögu um sameiningu sem íbúar kjósa um 28. nóvember – 13. desember nk.

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar hér til íbúafunda, sá fyrri í þessari umferð í Dalabúð þann 14. október kl. 17:00-19:00 og sá seinni í þessari umferð í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 15. október kl. 17:00-19:00.

Á fundunum verður farið yfir stöðu sameiningarviðræðna sveitarfélaganna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi stjórnskipulag og þjónustu sameinaðs sveitarfélags.

Dagskrá:
  1. Kynning á stöðu sameiningaviðræðna
  2. Vinnustofa um stjórnskipulag og þjónustu sameinaðs sveitarfélags.

Við hvetjum íbúa til að mæta á fundinn og taka virkan þátt í samtalinu.

Kynningunni verður deilt á netinu. Slóð á fundinn verður birt á heimasíðum sveitarfélaganna á fundardag.

Að loknum fundum verður boðið upp á súpu og brauð.

 – Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei