Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032

DalabyggðFréttir

Óveruleg breyting – frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 9. október 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Breytingin felst í að frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga er minnkar úr 18,2 ha í 17,5 ha, en aðliggjandi landbúnaðarsvæði stækkar sem því nemur. Skipulagsákvæði um frístundabyggð F23 og landbúnaðarsvæðið haldast óbreytt. Breytingartillagan er aðgengileg á í Skipulagsgátt á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1545

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari  upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Dalabyggðar.

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei