Félag eldri borgara

DalabyggðFréttir

Haustdagskrá Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi hefur verið gefin út. Nýir félagar eru velkomnir í félagið, gönguhópinn og kórinn.

Gönguhópurinn gengur rösklega frá Silfurtúni kl. 10:30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar svo í kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni.
Á þriðjudögum kl. 15:30-17:00 er frítt í sund á Laugum fyrir eldri borgara.
Aðgangur í tækjasal er á miðvikudögum kl. 11:00-13:00. Svana Hrönn íþróttafræðingur verður á staðnum frá kl. 11-12 í október.
Kór eldri borgara æfir mánudaga kl. 17:00 í tónlistarskólanum

Á fimmtudögum er síðan margskonar dagskrá í Búðardal, Tjarnarlundi og Reykhólum. Kaffiveitingar verða í boði alla dagana. Þegar dagskrá er í Tjarnarlund og Barmahlíð verður lagt af stað frá Silfurtúni kl. 13.
12. október Rauðakrosshúsið – Opið hús. Kl. 13:30-15:30.
19. október Rauðakrosshúsið – Bingó. Kl. 13:30-15:30.
26. október Tjarnarlundur – Félagsvist. Kl. 13:30.
2. nóvember Silfurtún – Bingó. Kl. 13:30-15:30.
9. nóvember Barmahlíð – Söngur og dagskrá. Kl. 14:00.
16. nóvember Rauðakrosshúsið – Félagsvist. Kl. 13:30-15:30.
23. nóvember Rauðakrosshúsið – Valdís Einarsdóttir kemur í heimsókn. Kl. 13:30-15:30.
30. nóvember Silfurtún – Saga lesin, söngur og gaman. Kl. 13:30-16:00.
14. desember Rauðakrosshúsið – Jólagleði. Kl. 13:30-15:30.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei