Hrútasýningar FSD 2017

DalabyggðFréttir

Á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verða tvær lambhrútasýningar, á föstudag og laugardag. Alls eru skráðir til keppni 87 hrútar. Hyrndir hrútar eru 52, kollóttir eru 17 og mislitir 18.
Lambhrútasýning í Dalahólfi og opin fjárhús verða að Rauðbarðaholti í Hvammssveit föstudaginn 20. október kl. 12. Þar eru skráðir til keppni 35 hyrndir hrútar, 9 kollóttir og 14 mislitir. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið.
Lambhrútasýning í Vesturlandshólfi og opin fjárhús verða í Hlíð í Hörðudal laugardaginn 21. október kl. 10. Þar eru skráðir til keppni 17 hyrndir hrútar, 8 kollóttir og 4 mislitir. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei