Haustfagnaður FSD 2017 – úrslit

DalabyggðFréttir

Nú eru úrslit ljós á Haustfagnaði FSD 2017. Arnar Freyr Þorbjarnarson er Íslandsmeistari í rúningi. Besti hrúturinn á sýningum var lambhrútur nr. 30 í Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Besta fimm vetra ærin var síðan Hempa nr. 12-314 á Klifmýri á Skarðsströnd.

Íslandsmeistarmótið í rúningi

1. Arnar Freyr Þorbjarnarson í Kringlu
2. Steinar Haukur Kristbjörnsson í Tröð
3. Guðmundur Þór Guðmundsson frá Kvennabrekku
4. Harald Óskar Haraldsson á Svarfhóli
5. Hjalti Ragnar Arnórsson á Hofsstöðum
6. Jóhannes Jóhannesson á Jörfa

Besta ærin

 

1. Hempa nr. 12-314 á Klifmýri á Skarðsströnd. Einkunn 114,2. Móðir hennar Urta nr. 07-375 var besta ærin árið 2012.
2. Gljábotna nr. 12-278 í Neðri-Hundadal. Einkunn 113,0
3. Lakrids nr. 12-255 á Svarfhóli í Laxárdal, fædd á Hólum í Hvammssveit. Einkunn 112,8.
4. Nr. 12-484 á Klifmýri á Skarðsströnd. Einkunn 112,8. Móðir hennar Brú nr. 11-168 var besta ærin árið 2016.
5. Nr. 12-300 á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd. Einkunn 112,7.

Hyrndir lambhrútar

 

1. Nr. 30 í Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Einnig valinn besti hrútur sýningarinnar.
2. Nr. 50 á Lyngbrekku á Fellsströnd.
3. Tvistur nr. 290 í Magnússkógum í Hvammssveit.
4. Nr. 25 í Rauðbarðaholti
5. Nr. 17 á Stóra-Vatnshorni í Haukadal.

Kollóttir lambhrútar

 

1. Nr. 88 á Dunk í Hörðudal.
2. Loftbiti nr. 209 á Gillastöðum í Laxárdal.
3. Nr. 7034 á Sauðafelli í Miðdölum.
4. Þokki nr. 926 í Neðri-Hundadal í Miðdölum.
5. Nr. 7140 á Sauðafelli í Miðdölum.

Mislitir og ferhyrndir lambhrútar

 

1. Sigmundur nr. 53 í Tjaldanesi í Saurbæ.
2. Dökkvi nr. 469 í Neðri-Hundadal í Miðdölum.
3. Bolti nr. 8 í Magnússkógum í Hvammssveit.
4. Nr. 150 á Skörðum í Miðdölum.
5. Boli nr. 85 á Skerðingsstöðum í Miðdölum.

Gimbrakeppni

Jasmín Hall Valdimarsdóttir í Kringlu í Miðdölum átti fallegustu gimbrina.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei