Svæðisskipulag og ungt fólk

DalabyggðFréttir

Svæðisskipulagsnefnd býður ungu fólki úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta til að ræða framtíðarþróun svæðisins mánudaginn 17. nóvember kl. 16:30-19:00 hjá Alta, Ármúla 32 í Reykjavík.
Ungmenni (16-25 ára) frá svæðinu sem búa á höfuðborgarsvæðinu eða annarsstaðar á landinu eru velkomin á stundina til leggja fram sína þekkingu, sjónarmið og hugmyndir um framtíðina.
Stundinni verður varið þannig:
1. Kynning á þeirri spennandi vinnu sem nú er í gangi við að móta sameiginlega stefnu sveitarfélaganna þriggja sem miðar að því að efla byggð.
2. Umræður um sérkenni og tækifæri svæðisins og hugmyndir um framtíðarþróun þess. Ráðgjafar frá Alta stýra umræðunum stig af stigi.
3. Samantekt helstu skilaboða til svæðisskipulagsnefndar.
Boðið verður upp á hressingu.
Skráning er hjá Matthildi á netfanginu matthildur@alta.is fyrir 14. nóvember.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei