Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. nóvember 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Sauðafells í Miðdölum, Dalabyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan tekur til 13 ha svæðis fyrir frístundarbyggð á jörðinni Sauðafelli þar sem gert er ráð fyrir 10 frístundarlóðum, en þegar er búið að byggja á tveimur lóðanna.
Landið liggur á sléttri eyri fyrir ofan Sauðafell og við landamerki Sauðafells og Háafells.
Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 24. nóvember 2011 til 6. janúar 2012. Ennfremur eru gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, m.a. tengill hér neðst í fréttinni.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 6. janúar 2012 merkt “Deiliskipulag fyrir Glæsisvelli ”.
Skipulags-og byggingafulltrúi Dalabyggðar
Bogi Kristinsson