Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2010 samþykkt

DalabyggðFréttir

Nú hefur fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 verið samþykkt eftir síðari umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar þann 17. desember sl.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árið 2010

  • Áætlunin er lögð fram til síðari umræðu með 11,815 m.kr. afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru tekin saman í samstæðureikningi.


  • Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 52 m.kr. og er veltufjárhlutfall 1,8.


  • Tekjur A-hluta eru áætlaðar 464,5 m.kr. og tekjur samstæðunnar 593,8 m.kr.

  • Gjöld eru áætluð 552 m.kr. Fjarmagnsliðir eru áætlaðir 29,9 m.kr.

  • Handbært fé í árslok er áætlað 87,8 m.kr. Það var áætlað 73,6 m.kr. í árslok 2009.

  • Stefnt er að því að heildarskuldir og skuldbindingar verði áfram undir 60% af heildartekjum sveitarfélagsins á ársgrundvelli.

  • Breyting á milli umræðna þýðir um 3 m.kr. betri afkomu en áætlað var við fyrri umræðu.

Framkvæmdir á árinu

  • Ný endurvinnslustöð (gámasvæði)

  • Skáldastofa í Leifsbúð

  • Klæðning félagsheimilisins Árblik.

  • Nýtt leiksvæði við Auðarskóla í Tjarnarlundi

  • Nýr gangstígur við Stekkjarhvamm

  • Nýtt leiksvæði við Lauga

  • Endurbætur á íþróttavelli í Búðardal

  • Auk þess verður ráðist í ýmis minni viðhaldsverkefni

Fyrri umræða þriggja ára áætlunar fór einnig fram og gefur hún fyrirheit um áframhaldandi heilbrigðan rekstur sveitarfélagsins. Langtímaskuldir lækka og handbært fé frá rekstri eykst sem aftur gefur meira svigrúm til frekari framkvæmda í sveitarfélaginu. Hlutfall Jöfnunarsjóðs í tekjum sveitarfélagsins hefur farið minnkandi undanfarin ár.

Grímur Atlason

Sveitarstjóri Dalabyggðar
Silfurtún
Sveitarsjóður hefur undanfarin ár greitt umtalsverðar fjárhæðir með rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns. Er svo komið að skuld Silfurtúns við A-sjóð er á föstu verðlagi um 100 m.kr. Sveitarstjórn hefur ítrekað farið fram á það við yfirvöld heilbrigðis- og öldrunarmála að tekið verði á þessum málum. Kostnaður við hjúkrunarheimili er verkefni ríkisins en ekki sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að ef þeir einstaklingar, sem njóta þjónustu í Silfurtúni, þyrftu t.d. við lokun Silfurtúns, að leggjast á sjúkrahús, yrði kostnaður ríkisins fjórfaldur miðað við þá upphæð sem ríkið greiðir Dalabyggð. Þetta er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðrétta.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei