Tómstundabæklingur vor 2011

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að vinna “Tómstundabækling” fyrir vor 2011 í Dalabyggð.
Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð hafi samband við Svölu á netfangið: budardalur@simnet.is eða í síma: 861-4466.
Það er óskað eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að framboðið sé á einum stað.
Skilafrestur er til þriðjudagsins 28. desember.
Eftifarandi þarf að koma fram.
1. Heiti námskeiðs/atburðar
2. Stutt lýsing á námskeiði/atburði
3. Heiti kennara/þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs/atburðar (dæmi: 10. janúar–4. júní)
6. Vikudagar sem námskeiðið fer fram (dæmi: þriðjudagar)
7. Tími (dæmi: 16:00 – 17:00)
8. Verð.
9. Ef það þarf að skrá sig, þá upplýsingar um þann aðila sem skráð er hjá.
10. Ef ykkar námskeið innihalda helgaratburði svo sem ferðalög, ferðir á mót, mótahald eða slíkt væri mjög gott að fá þær dagsetningar líka.
11. Endilega sendið mynd með, líka hægt að finna myndir ef þess er óskað.
Varðandi tímasetningar að þá verður reynt að miðla málum ef að það eru fleiri en eitt á dagskrá á sama tíma fyrir sama aldurshóp, ef þess gerist þörf.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei