Skólastjóri Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Staða skólastjóra við Auðarskóla í Búðardal er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi.
Markmið og verkefni
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans
• Fagleg forysta skólastofnunarinnar
• Stuðla að framþróun skólastarfsins
• Ráðningar og mannauðsstjórnun
Menntun, færni og eiginleikar
• Kennaramenntun á grunnskóla- og/eða leikskólastigi er skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og kennslufræða æskileg
• Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum skilyrði
• Reynsla og þekking á rekstri tónlistarskóla æskileg
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Frumkvæði, metnaður, samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
Upplýsingar veita:
Sveinn Pálsson, sími 430 4700, netfang sveitarstjori@dalir.is
Geirlaug Jóhannsdóttir, netfang geirlaug@hagvangur.is
Leifur Geir Hafsteinsson, netfang leifurgeir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2016.

Auðarskóli

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei