Lögreglustjórinn á Vesturlandi auglýsir eftir tveimur héraðslögreglumönnum í Dalabyggð. Æskileg búseta umsækjenda er í Búðardal eða næsta nágrenni.
Um hæfisskilyrði og hlutverk héraðslögreglumanna má lesa í reglugerð nr. 283/1997. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á logreglan.is. Umsóknum skal skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2017.
Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason – netfang 8404@logreglan.is eða í síma 444 0300.