Nýr samningur um refaveiðar í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar þann 27. janúar sl. var samþykkt að gera nýja samninga um refaveiðar í Dalabyggð. Sveitarfélaginu er skipt niður í 12 veiðisvæði og hefur 12 veiðimönnum verið boðið að skrifa undir meðfylgjandi samning. Gjaldskrá vegna verðlauna var breytt eins og fram kemur í samningnum. Það skal tekið fram að eftir 27. janúar 2009 eru aðeins greidd verðlaun til veiðimanna sem hafa skrifað undir meðfylgjandi samning.
Sveitarstjóri.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei