Unglingarnir á SAMFÉS-hátíð

DalabyggðFréttir

Unglingar í félagsmiðstöðinni Hreysinu í Dalabyggð fóru til Reykjavíkur um sl. helgi til að taka þátt í SAMFÉS hátíð sem er hátíð félagsmiðstöðva á Íslandi. Um 5.000 unglingar voru samankomin í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið þar sem margar af vinsælustu hljómsveitum landsins héldu uppi fjörinu á dansleik og á laugardeginum var haldin söngvakeppni Samfés.
Ferðin var vel skipulögð og var m.a farið í Laser-tag, sund, verslunarferðir og bíó.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei