N-ið í UDN – Nágrannar handan Gilsfjarðar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 8. mars kl. 15 mun Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal segja frá mannlífi og sögu í Austur-Barðastrandarsýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna.
Austur-Barðastrandarsýslu nær frá sýslumörkum við Dalasýslu í botni Gilsfjarðar að Kjálkafirði í vestri, auk fjölda eyja. Sýslan er nú eitt sveitarfélag (Reykhólahreppur), en áður voru þar fimm hreppar.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna.

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 / 434 1465.

Byggðasafn Dalamanna – Fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei