Úthlutun Menningarráðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands úthlutaði hæstu styrkjum að þessu sinni í Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar á föstudaginn var.

 

Í ræðu Jóns Pálma Pálssonar formanns menningarráðs kom fram að það er búið að úthluta 160 milljónum króna á þeim 6 árum sem Menningarráð Vesturlands hefur starfað.

 

Framlög úr ríkissjóði til ráðsins eru 23,4 millj. á árinu 2011 sem er 2,6 milljón króna lækkun frá árinu 2010.
Úthlutað var 26,6 milljónum til 71 verkefnis, en sótt var um 138 verkefni að upphæð tæplega 92 milljónir króna.
Sveitarfélögin á Vesturlandi munu styrkja menningarsamninganna samtals um 10,5 millj. króna, sem er óbreytt framlag frá árinu áður og veldur því að hægt verður að úthluta sambærilegum fjárupphæðum á árinu 2011 og gert var á árinu 2010 þrátt fyrir áðurnefnda lækkun frá ríkissjóði.
Brúðuheimar í Borgarnesi, Bernd Ogrodnik og Hildur M Jónsdóttir hlutu hæstan styrk í ár eða 1.250.000kr fyrir uppsetningu á Gamli maðurinn og hafið. Brúðuleikhús fyrir fullorðna leikhúsgesti, en sýningin verður einnig í boði fyrir eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri leikstýrir sýningunni.
Mörg áhugaverð verkefni fengu styrki í ár. Að athöfninni lokinni voru verkefnin sem fengu styrk kynnt á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands  með stuttum skýringum á verkefnunum.
Menningarsamningur hefur ekki verið undirritaður en að þessu sinni verður samið til þriggja ára, en það gefur festu í starfið að geta skipulagt verkefnin lengra fram í tímann. Reiknað er með því að samningarnir verði undirritaðir á næstunni.
Þeir aðilar i Dalabyggð sem hlutu styrk að þessu sinni voru Ólafsdalsfélagið, Sögufélag Dalamanna, Tónlistarhátíð í Dölum og Erpsstaðir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei