Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Minnt er á að hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð.
Takmarkanirnar eru m.a. eftirfarandi
– eiganda er skylt að skrá hund sinn á skrifstofu Dalabyggðar.
– eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi.
– óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í taumi úti við, í fylgd með manni, sem hefur fullt vald yfir þeim.
– hundaeigendum er skylt að sjá svo um, að hundar raski ekki ró manna eða verði mönnum til óþæginda. Skylt er leyfishafa að fjarlægja saur eftir hundinn.
– hundeigendum er skylt að láta hreinsa hunda sína einu sinni á ári.
Hundaleyfisgjald fyrir árið 2014 er 8.000 kr fyrir hvern hund, þ.e. óbreytt frá fyrra ári. Greiðsluseðill hefur verið sendur í heimabanka þeirra sem þeirra sem þegar hafa skráð hunda sína. Eindagi gjaldsins er 1. júlí 2014.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei