Páskafríið

DalabyggðFréttir

Ýmislegt er um að vera í Dölum yfir páska. Það helsta úr dagskránni má lesa um hér að neðan.

Þriðjudagur 5. apríl

Páskabingó Kvf. Þorgerðar Egilsdóttur
Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir heldur sitt árlega páskabingó þriðjudaginn 3. apríl kl. 17 í Dalabúð. Vinningar eru páskaegg af ýmsum stærðum og gerðum.

Miðvikudagur 4. apríl

Kyrrðarstund á Silfurtúni
Miðvikudaginn 4. apríl kl. 16:30 verður kyrrðarstund (föstuguðþjónusta) á Silfurtúni.Allir eru velkomnir.
Smalinn í Nesoddahöllinni
Miðvikudaginn 4. apríl verður keppt í Smala í Nesoddahöllinni í Búðardal. Keppni hefst klukkan 19. Eftir smalakeppni verður keppt í skemmtitölti í opnum flokki, þar sem ríða þarf einn hring í höllinni, þar mun jafnvægi og tími ráða úrslitum.

Fimmtudagur 5. apríl – skírdagur

Messa í Snóksdal
Á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl, verður messa með altarisgöngu kl. 14 í Snóksdalskirkju. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Fermingarmessa í Skarðskirkju
Fermingarmessa verður í Skarðskirkju á skírdag kl. 14. Fermdur verður Rúnar Hermannsson á Klifmýri. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti er Viðar Guðmundsson og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.
Guðþjónusta á Fellsenda
Á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 16 á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason.
Félagsvist í Tjarnarlundi
Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi fimmtudaginn 5. apríl kl. 20:00 ( húsið opnar kl 19:30). Aðgangseyrir er 700 kr.

Laugardagur 7. apríl

Dansleikur í Dalabúð
Hljómsveitin Ábrestir heldur dansleik aðfararnótt laugardags í Dalabúð. Dansleikur hefst kl. 00:00.
Páskabingó Auðarskóla
Nemendur í 8.-10. bekkjum Auðarskóla standa fyrir páskabingói í Tjarnarludni laugardaginn 7. apríl kl. 20 (húsið opnar 19:30). Spjaldið kostar 500 kr. Góðir vinningar að vanda.
Páskavaka í Staðarfellskirkju
Á aðfangadag páska, laugardaginn 7. apríl, kl. 21 verður páskavaka í Staðarfellskirkju. Kveikt verður á páskakertinu í upphafi stundarinnar í myrkvaðri kirkjunni og smátt og smátt fyllist kirkjan af ljósi. Í athöfninni undirbúum við okkur fyrir stærstu hátíð kristinna manna. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.

Sunnudagur 8. apríl – páskadagur

Hátíðarguðþjónusta í Hjarðarholtskirkju
Á páskadag, sunnudaginn 8. apríl, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Hjarðarholtskirkju. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og með því í þjónustuhúsinu eftir athöfn. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Hátíðarguðþjónusta í Stóra-Vatnshornskirkju
Á páskadag, sunnudaginn 8. apríl, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Stóra- Vatnshornskirkju. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti: Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.

Mánudagur 9. apríl – annar í páskum

Guðþjónusta á Silfurtúni
Á annan í páskum, mánudaginn 9. apríl, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11 í Hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason.
Hátíðarguðþjónusta í Hvammskirkju
Á annan í páskum, mánudaginn 9. apríl, verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Hvammskirkju. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason, organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Messa í Staðarhólskirkju
Messa verður í Staðarhólskirkju annan dag páska kl. 16. Molasopi í Tjarnarlundi eftir messu. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti Viðar Guðmundsson og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei