Vinnuskóli – félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Tvö störf við félagslega liðveislu við Vinnuskóla Dalabyggðar eru laus til umsóknar. Um sumarstörf er að ræða.
Starfsmenn sem sinna félagslegri liðveislu starfa með og undir stjórn verkstjóra vinnuskólans og fylgja sínum skjólstæðingi.
Starfstími vinnuskólans er 6. júní – 31. júlí og daglegur vinnutími kl. 8:00 – 16:00.
Hugsanlegt er að ráða starfsmenn einnig í ágústmánuði enda verði þá unnið við almenn umhverfisstörf.
Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri og hafi reynslu af því að vinna með börnum.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2017.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei