Sýnikennsla og hestaíþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Sýnikennsla og reiðnámskeið með Randi Holaker sem var frestað verður 1. maí.
Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 2. maí og hefst keppni stundvíslega klukkan 10. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum í LH.
Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og opnum flokki
Keppnisgreinar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt, 100 m skeiði, auk frjálsrar aðferðar í pollaflokki.
Hlé verður á dagskrá kl. 14:45–16:15 vegna jarðarfarar.
Upplýsingar um skráningu og ítarlegri dagskrá er að finna á heimasíðu Glaðs.

Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei