Glaður heldur sitt árlega opna íþróttamót á fimmtudaginn 1. maí og hefst mótið stundvíslega kl. 10.
Keppt er í opnum flokki, polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Keppnisgreinar eru mismunandi eftir flokkum, en keppt er í fjórgangi, fimmgangi, tölti og 100 metra skeiði.
Síðasti dagur skráninga og greiðslu skráningargjalda er þriðjudagurinn 29. apríl. Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs.