Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Lauga í Sælingsdal skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010.
Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur til húshitunar og auk þess til ánægju og heilsuræktar. Nýleg sundlaug er á svæðinu.
Stefna deiliskipulagsins er að efla svæðið sem eina heild og skapað áhugavert svæði sem virkar jafnt fyrir íbúa og ferðamenn, allt árið.
Áhugaverð göngu- og útivistarsvæði tengjast svæðinu og er lögð áhersla á góðar tengingar og greiðfæra göngustíga, bæði innan svæðisins og við nærumhverfið.
Laugasvæðið er vel staðsett gagnvart umferð, er í námunda við aðalleið á Vestfirði og tengt hringleið um Strandir (Fellsströnd/Skarðsströnd). Svæðið liggur í fögrum fjallasal þar sem er fjöldi áhugaverðra gönguleiða.
Skipulagsuppdrættir og greinagerðir er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar frá 4. maí til 16. júní 2016. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið bogi@dalir.is merkt ,,Deiliskipulag Laugum” fyrir 16. júni 2016.
Skipulags og byggingarfulltrúi