Lára Rúnars og Myrra Rós

DalabyggðFréttir

Lára Rúnars og Myrra Rós verða með tónleika í Leifsbúð miðvikudaginn 18. apríl, síðasta vetrardag, kl. 21.00. Miðaverðið er 1.500 kr. við innganginn. Allir velkomnir.

Glímt á Ísafirði

DalabyggðFréttir

Mikil glímuhelgi var á Ísafirði 14.-15. apríl. Íslandsglíman, grunnskólamótið ásamt sveitaglímu. Glímufélag Dalamanna fór með 10 keppendur, 9 tóku þátt í grunnskólamótinu, ein stúlka tók þátt í Íslandsglímunni og 7 úr hópi grunnskólabarnanna tóku þátt í sveitaglímunni. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir keppti um Freyjumenið í Íslandsglímunni og hampaði 2. sæti. Einnig var góður árangur á grunnskólamótinu og komið heim með einn …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Dagana 16.-18. apríl eru söfnunardagar á rúlluplasti í Dalabyggð. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á annan snyrtilegan hátt. Baggabönd og netskal setja …

Bókasafnið lokað í dag

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað í dag, þriðjudaginn 10. apríl vegna veikinda. Næst opið á fimmtudag kl. 13-16.

Páskafríið

DalabyggðFréttir

Ýmislegt er um að vera í Dölum yfir páska. Það helsta úr dagskránni má lesa um hér að neðan. Þriðjudagur 5. apríl Páskabingó Kvf. Þorgerðar Egilsdóttur Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir heldur sitt árlega páskabingó þriðjudaginn 3. apríl kl. 17 í Dalabúð. Vinningar eru páskaegg af ýmsum stærðum og gerðum. Miðvikudagur 4. apríl Kyrrðarstund á Silfurtúni Miðvikudaginn 4. apríl kl. 16:30 verður …

Aðstoðarmatráður Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir aðstoðarmatráði í mötuneyti Silfurtúns frá 1. maí 2012 til 1. mars 2013. Um er að ræða 70% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 eða Eyþór Gíslason í síma 898 1251. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóri, Miðbraut 11, …

Hvalir á Hvammsfirði – fyrsti apríl

DalabyggðFréttir

Mikil loðna hefur verið á Breiðafirði undanfarið og hefur hún m.a. gengið inn á Hvammsfjörð. Í kjölfar loðnunnar hefur sést til hvala hér á Hvammsfirði. Hvalir eru ekki algeng sjón í Hvammsfirði, en þó rak einn á land við Magnússkóga á gamlársdag 1934. Halldór Guðmundsson bóndi í Magnússkógum fann þar hvalinn fastan í íshrönn. Var hvalurinn um þrír og hálfur …

Árshátíð Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 29. mars verður árshátíð Auðarskóla haldin í Dalabúð og hefst kl. 18. Því verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund á fimmtudag og fara skólabílar úr Búðardal kl. 14 þann dag. Yngstu nemendurnir hefja dagskrána og síðan koll af kolli. Kaffiveitingar eru í boði foreldra að lokinni skemmtidagskrá og diskótek til kl. 23 fyrir þá sem vilja. Áætlað er að …

Sambandsþing UDN 2012

DalabyggðFréttir

91. sambandsþing UDN verður haldið að Staðarfelli þriðjudaginn 27. mars. Dagskrá 1. Þingsetning 2. Kosning Þingforseta 3. Kosning starfsmanna þingsins, 2 fundarritarar og þriggja manna kjörbréfanefnd 4. Skýrsla stjórnar, kynning 5. Álit kjörbréfanefndar 6. Ársreikningur ársins 2011 kynntur 7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, reikningar bornir upp til samþykktar 8. Ávörp gesta 9. Íþróttamaður UDN 10. Tillögur lagðar fram …

Helgin 24.-25. mars

DalabyggðFréttir

Um helgina verður ýmislegt um að vera hér í Dölum. Á laugardag verður skólaþing Auðarskóla og karlakórinn Heimir kemur í heimsókn. Á sunnudag eru síðan vetrarleikar Glaðs. Skólaþing Auðarskóla Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars í Dalabúð og hefst kl. 10. Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi …