Skólaþing Auðarskóla 2012

DalabyggðFréttir

Skólaþing Auðarskóla verður laugardaginn 24. mars kl. 10 í Dalabúð.
Tilgangur þingsins er að auka samræðu í samfélaginu um skólamál, efla skólastarf og afla upplýsinga sem nýtast í starfi skólans og stefnumótun sveitarfélagsins.
Foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á skólamálum í sveitarfélaginu.
Vikuna fyrir þingið munu nemendur í eldri bekkjardeildum skólans þinga og verða niðurstöður þeirra birtar á þinginu.
Þinginu stýrir Bryndísi Ásta Böðvarsdóttir ráðgjafi. Hún mun vinna úr afrakstri þingsins; safna öllum gögnum saman, flokka þau og gera þau aðgengileg til frekari vinnu og birtingar.

Dagskrá

10.00 Þingið sett af formanni fræðslunefndar.
10.05 Bryndís Böðvarsdóttir kynnir dagskrá og stýrir vinnu.
10.15 Umræður um spurninguna: Hverjir eru styrkleikar skólastarfsins í Dalabyggð?
10.45 Umræður um spurninguna: Hvað má bæta í skólastarfi Dalabyggðar og með hvaða hætti?
11.15 Tónlistaratriði.
11.25 Hópastjórar kynna niðurstöður.
11.45 Bryndís Böðvarsdóttir tekur saman niðurstöður.
11.55 Þinginu slitið af oddvita Dalabyggðar.
12.00 Léttar veitingar í boði Auðarskóla.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei