Menningarráð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki.
Umsækendur geta verið félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu. Umsækendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Menningarráð Vesturlands. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmingi alls kostnaðar.
Menningarráð hefur ákveðið að þeir aðilar hafi forgang sem stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs, stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og stuðla að og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu.
Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur eru á heimasíðu undir liðnum styrkveitingar. Umsóknarfrestur er til 30. mars 2012.

Menningarráð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei