Styrkir úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið

DalabyggðFréttir

Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði ferðamála í tengslum við markaðsátakið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í greininni. Til úthlutunar að þessu sinni eru samtals 35 milljónir króna. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað 70 milljónum króna til 32 verkefna …

Augnlæknir

DalabyggðFréttir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslunni í Búðardal fimmtudaginn 19. september nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 104. fundur

DalabyggðFréttir

104. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. september 2013 og hefst kl. 18. Gera má ráð fyrir að lagt verði til að fundargerð 45. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar verði tekin á dagskrá. Dagskrá Almenn mál 1. 1309001 – Fjármálaráðstefna 2013 2. 1309009 – Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum – Ársfundur 2013 3. 1305015 – Skipun í …

Hittu heimamanninn

DalabyggðFréttir

Fyrir áhugasama verður kynning á verkefninu „Hittu heimamanninn“ þriðjudaginn 10. september frá kl. 17. Í tengslum við kynninguna verður farið í stutta óvissuferð. Þeir sem vilja taka þátt í kynningunni eru beðnir um að hafa samband sem allra fyrst á netfangið localdalir@gmail.com eða í síma 893 3211 Hittu heimamanninn snýst um að byggja upp persónulega ferðaþjónustu í Dölum utan háannatíma …

Tómstundir haust 2013

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að gera tómstundabækling fyrir haustið 2013 í Dalabyggð. Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð eru beðnir um að hafa samband við Svölu Svavarsdóttur. Bæklingurinn er gefinn út af Dalabyggð og er óskað eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að við séum með framboðið á einum stað, …

Fjallskil 2013

DalabyggðFréttir

Fyrsta leit og réttir verða víðast hvar hér í Dölum helgina 14. – 15. september. Önnur leit og skilaréttir helgina 28. – 29. september. Aukaréttir verða laugardaginn 7. september í Ljárskógarétt í Laxárdal og Tungurétt á Fellsströnd. Allir ábúendur eða umráðamenn jarða eru skyldir að smala heimalönd sín fyrir skilarétt og koma ókunnugu fé til réttar áður en réttarhald hefst. …

Skátafélagið Stígandi

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundir vetrarins hefjast hjá dreka- og fálkaskátum fimmtudaginn 5. september. Dróttskátar byrja síðan þriðjudaginn 10. september. Í hverjum flokki eru 6-8 skátar. Hver flokkur útbýr sína eigin dagskrá í samvinnu við foringja og velur verkefni við hæfi. Dagskrá er send heim þegar hún er tilbúin. Vikulegir fundir eru í 12 vikur. Að öll jafna eru skátafundir í skátaherberginu í …

Laxdæluhátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. september verður Laxdæluhátíð að Laugum í Sælingsdal í samstarfi heimamanna í Dölum og þriggja norrænna leikhúsa. Ókeypis er á hátíðina, en aðgangseyrir á harmonikkuballið er 1.000 kr. Hátíðin er einkum ætluð fullorðnum og börnum eldri en 10 ára. Dagskrá 10:00 Birna Lárusdóttir leiðir gesti um Laxdæluslóðir. 13:00 Hádegisverður. 14:00 Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar setur hátíðina og opnar sýninguna …

Álagablettir

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 7. september (þjóðtrúardaginn mikla 7-9-13) kl. 20 verður haldin kvöldskemmtun í Sauðfjársetrinu í tilefni opnunar sögu- og listasýningarinnar Álagablettir. Þar verða flutt tónlistaratriði og ýmis skemmtilegur fróðleikur. Dagrún Ósk Jónsdóttir íslenskunemi sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar og þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Rakel Valgeirsdóttir munu miðla fróðleik um álagabletti. Auk þess mun Arnar Snæberg Jónsson stíga …

Lokahóf UDN

DalabyggðFréttir

Lokahóf UDN í frjálsum íþróttum verður haldið í /við íþróttahúsið á Reykhólum fimmtudaginn 5. september, klukkan 19. Þetta er uppgjör sumarsins og m.a. verða veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á æfingar og mót, þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, bestu afrek karla og kvenna í sumar og mestar framfarir milli ára. Allir keppendur fá plagg með árangri ársins í hinum ýmsu …