Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Nú er búið að gefa …
Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19
Stjórnvöld hafa frá því í mars á þessu ári sett fram ýmsar mótvægisaðgerðir vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Markmið þeirra er m.a. að verja grunnstoðir samfélagsins, vernda þá hópa sem á þurfa að halda og veita viðspyrnu sem miðar að að því að styrkja fyrirtæki í landinu. Yfirlit yfir helstu úrræði stjórnvalda fyrir heimili, fyrirtæki og hagkerfið má finna á …
Samið við Íslenska gámafélagið
Á 196. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var ákveðið að taka hagstæðasta tilboði í útboði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Það verður því Íslenska gámafélagið sem tekur við sorphirðunni á nýju ári og mun innleiða nýtt þriggja tunnu kerfi í sveitarfélaginu. Íbúar munu fá nánari kynningu á nýrri sorpflokkun þegar nær dregur. Sveitarstjórn hefur ákveðið, að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar, að kalla eftir …
Ítrekun á mikilvægi grundvallarsmitgátar
Þann 4. október síðast liðinn var lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 en frá 5. október hafa greinst yfir 1.000 smit innanlands. Í gær var Landspítalinn færður á neyðarstig vegna klasasmits sem kom upp á Landakoti og um þessar mundir eru nokkrir einstaklingar í sóttkví í Dalabyggð. Við viljum því ítreka mikilvægi grundvallarsmitgátar …
Fjarkynning á Uppbyggingarsjóði og menningarverkefnum
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna. Í tilefni þess stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu miðvikudaginn 28. október kl. 17:30 um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni, hvernig á að bera sig að og svarar spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV. Viðburðinn má finna með því að smella HÉR. Fjarkynningin …
Fræðslufundur um framtíð Breiðafjarðar
Tengill á Facebook-viðburð: Fræðslufundur um framtíð Breiðafjarðar
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17.nóvember n.k. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Styrkir sem veittir eru: Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir til …
Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar
Laust starf hjá heimaþjónustu Dalabyggðar. Um er að ræða þjónustu við tvö heimili og jafnvel einhverjar afleysingar. Umsóknarfrestur er til 31.okt.2020. Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma 839 1400 þri og fim 10 – 12 eða á netfanginu heima.tjonusta@dalir.is
Inflúensubólusetning Búðardal og Reykhólum
Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og tveimur stofnum af inflúensu B. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 197.fundur
FUNDARBOÐ 197. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 15. október 2020 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 2008005 – Málefni Auðarskóla 2009026 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki VI 1810015 – Vandi sauðfjárbænda – sérstaða Dalabyggðar 2009032 – Reglur um birtingu skjala með fundargerðum A-hluta nefnda Dalabyggðar 2007007 – Uppfærsla samnings við Leikklúbb Laxdæla 1912011 – Byggðasafn Dalamanna – …