Trjágróður við lóðamörk

DalabyggðFréttir

Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðamarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta þess að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur að klippa …

Vinnuskóli Dalabyggðar 2020

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2003 – 2007. Verkstjóri verður eins og undanfarin ár Sigríður Jónsdóttir. Umsóknareyðublöð eru hérna á heimasíðu Dalabyggðar, einnig nýjar reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí n.k.

Refa- og minkaveiðar 2020

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2020. Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi. Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin ár og …

Sjálfboðaliðaverkefni 2020

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 18. maí n.k. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis …

Útivistartími barna

DalabyggðFréttir

Útivistartími samkvæmt Barnaverndarlögum (nr.80/2002) er eftirfarandi: Útivistartími yfir vetrartímann (2.september til 30.april) Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 20:00. Börn 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Útivistartími yfir sumartímann (1.maí til 1.september) Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 22:00 Börn 13 til 16 ára mega vera úti til …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 191.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 28. apríl 2020 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2004011 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki III 2. 2003031 – Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 Fundargerðir til staðfestingar 3. 2003004F – Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 32 4. 2003008F – Byggðarráð Dalabyggðar – 243 5. 2004002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 244 …

Rafrænir reikningar frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nú hefur Dalabyggð fært útsenda reikninga yfir á rafrænt form. Fyrirtæki og atvinnurekendur sem eru í viðskiptum við sveitarfélagið þurfa að hafa samband við Ingibjörgu Jóhannsdóttur, aðalbókara Dalabyggðar á netfangið ingibjorgjo@dalir.is, til að hægt sé að skrá þau í kerfið og fá tilkynningar um bókaða reikninga á rafrænu formi. – Skrifstofa Dalabyggðar

Höldum áfram á réttri braut

DalabyggðFréttir

Eftir viku, eða 4.maí n.k. verður byrjað að aflétta takmörkunum sem settar voru á vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Það er mikilvægt að við höldum áfram að passa okkur og förum áfram eftir þeim tilmælum sem enn verða í gildi svo bak­slag verði ekki í far­aldr­in­um og smit taki sig upp aft­ur. Varfærni og þolinmæði íbúa Dalabyggðar hefur svo sannarlega átt þátt í …

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn á Fellsenda laugardaginn 25. apríl 2020 kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf, allir velkomnir. – Sóknarnefnd

Námskeið fyrir íbúa á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi vilja vekja athygli á námskeiðum sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur fyrir í apríl en þau standa til boða fyrir íbúa á Vesturlandi þeim að kostnaðarlausu. Það eru Kjölur, stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Akraness, Landsmennt, fræðslusjóður ásamt Samtökum sveitarfélag á Vesturlandi sem styrkja þessa námskeiðaröð og bjóða íbúum á Vesturlandi fría þátttöku. Kynnið ykkur málið …