Bjarnastaði í Saurbæ

DalabyggðFréttir

Næsta sögurölt Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna verður í samvinnu við Hugrúnu og Guðmund bændur á Kjarlaksvöllum og verður rölt um Bjarnastaði í Saurbæ. Röltið verður miðvikudaginn 26. júní kl. 19:30 frá hliðinu að Bjarnastöðum. Rölt verður um landnámsjörð Sléttu-Bjarna, skoðaðar friðlýstar hofrústir, dys Bjarna og annað sem verður á leið okkar og gefur tilefni til að stoppa við …

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár.   Athugið að dagsetningar í Dalapóstinum eru frá fyrra ári.   Skógarströnd (Straumur og Bíldhóll) og Hörðudalur (Blönduhlíð) 20. júní – 27. júní.   Miðdalir (Árblik) og Haukadalur (Eiríksstaðir) 27. júní – 4. júlí.   Laxárdalur (Svarfhóll) og Hvammssveit (Ásgarður) 4. júlí – 11. júlí.   Fellsströnd (Valþúfa & …

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi:   Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum …

Sauðafellshlaupið 2019

DalabyggðFréttir

Sauðafellshlaupið 2019 verður sunnudagskvöldið 16. júní kl. 19 og hefst við brúsapallinn á Erpsstöðum. Þeir sem ætla sér að ganga Sauðafellið hefja gönguna kl. 18:30 frá Fellsenda. Verður þeim keyrt áður frá Erpsstöðum í Fellsenda. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli, og komið …

Sögurölt um Gautsdal

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum munu halda áfram samstarfi sínu frá fyrra ári um sögurölt í sumar.  Á fjórða hundraðið mættu í rölt í fyrra, oft í roki og rigningu.   Fyrsta sögurölt sumarsins verður þó hvorki í Dölum né Ströndum, heldur í Gautsdal í Geiradal miðvikudaginn 19. júní 2019 í samstarfi við Kalla og Lóu bændur á Kambi. …

Kvennahlaupið 2019

DalabyggðFréttir

Kvennahlaupið í Búðardal verður haldið laugardaginn 15. júní kl. 10 og hlaupið hefst við Björgunarsveitahúsið á Vesturbraut. Í tilefni af 30 ára afmælis kvennahlaupsins ætlar ÍSÍ að bjóða konum sem verða 30 á árinu í hlaupið. Þær ættu að hafa fengið boðskort í pósti fyrr í mánuðinum. Endilega muna að mæta með boðskortið á hlaupadag. Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir börn …

Afgreiðsla sýslumanns

DalabyggðFréttir

Afgreiðsla sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal hefur verið flutt inn á skrifstofur Dalabyggðar. Um leið breytast opnunartímar í samræmi við opnunartíma skrifstofu Dalabyggðar.

Hreinsun rotþróa 2019

DalabyggðFréttir

Árleg hreinsun rotþróa fer fram síðari hluta júnímánuðar.   Sumarið 2019 verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Sumarið 2020 verður hreinsað í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal og sumarið 2021 í Laxárdal, á Skarðsströnd og í Saurbæ.

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Breytingin er eftirfarandi:   Vindorkugarður í Sólheimum Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að …

17.júní 2019

DalabyggðFréttir

Slysavarnadeild Dalasýslu heldur utan um 17. júní í ár.     Kl. 13 fer skrúðganga af stað frá Dalabúð, börn fá íslenskan fána. Kl. 13:45 hefst hátíðardagskrá við Silfurtún. Nikkólína stígur á stokk ásamt fleiri tónlistaratriðum. Skátar verða með leiki og sprell fyrir börnin.