Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17.nóvember n.k.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.

Styrkir sem veittir eru:
Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
Verkefnastyrkir til menningarmála
Stofn- og rekstrarstyrkir

Allar upplýsingar um sjóðinn má finna með því að smella HÉR.

Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar: Verklags- og úthlutunarreglur

Rafræn umsóknargátt

Ráðgjöf vegna atvinnu- og nýsköpunarverkefna hjá SSV:
Ólafur Sveinsson olisv@ssv.is  892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is  898-0247
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is  895-6707

Ráðgjöf vegna menningarverkefna hjá SSV:
Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is  698-8503

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei