Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir til tekjulágra heimila

DalabyggðFréttir

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

Nú er búið að gefa út að 15. nóvember verði opnað fyrir styrkumsóknir og geta íbúar þá farið inn á Ísland.is til að sjá hvort þeir eigi rétt á þessum styrk.

Umsóknir eru síðan sendar til skrifstofu Dalabyggðar, á netfangið dalir@dalir.is.

Hægt er að kynna sér reglur um styrkinn hér: Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna COVID-19

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei