Fjarkynning á Uppbyggingarsjóði og menningarverkefnum

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna.

Í tilefni þess stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu miðvikudaginn 28. október kl. 17:30 um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni, hvernig á að bera sig að og svarar spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV.

Viðburðinn má finna með því að smella HÉR. Fjarkynningin  verður aðgengileg á síðunni eftir að streyminu líkur.

Jafnframt er hægt að bóka viðtal við menningarfulltrúa og fá ráðgjöf vegna menningarverkefna en að sama skapi er hægt að fá ráðgjöf vegna atvinnu- og nýsköpunarverkefna hjá atvinnuráðgjöfum SSV. Nánari upplýsingar um það er að finna á heimasíðu SSV eða með því að smella HÉR.

Minnt er á að skilafrestur umsókna í Uppbyggingarsjóð er 17. nóvember n.k.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei