Tónlist og ljóð á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Þriðjudagskvöldið 10. júlí kl. 20:30 verða tónleikar og ljóðaupplestur á Hótel Eddu í Sælingsdal. Íslenskt/þýskt tríó spilar latíntónlist og jazz, það skipa kontrabassaleikarinn og heimamaðurinn Tómas R. Einarsson, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og trommuleikarinn Tommy Baldu. Skáldið Kristín Svava Tómasdóttir les úr síðustu ljóðabók sinni, Stormviðvörun (2015), en hún kom út í enskri þýðingu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og …

Sýning á Nýp á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir að Nýp á Skarðsströnd. Í viðbyggingu við íbúðarhúsið, þar sem áður var fjós, fjárhús og hesthús hafa arkítektarnir í Studio Bua hannað gesta- og sýningarými. Sunnudaginn 8. júlí kl. 15-18 verður opnuð á Nýp sýning sem sýnir hönnun endurbyggingarinnar í teikningum, ljósmyndum og módelum, ásamt nokkrum eldri ljósmyndum. Verkefnið var framkvæmt af smiðum, iðnaðarmönnum …

Gildistaka svæðisskipulags

DalabyggðFréttir

Sameiginleg áætlun Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um byggðarþróun m.t.t. landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu, hefur tekið gildi.  Skipulagsstofnun staðfesti svæðisskipulagsáætlunina þann 5. júní  sl. í samræmi við skipulagslög og auglýsing um gildistökuna var birt í Stjórnartíðindum 19. júní sl. Í svæðisskipulaginu er sett  fram  framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin þrjú sem lýsir þeim árangri sem þau vilja ná á næstu 15 árum. Einnig eru …

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

DalabyggðFréttir

Móttaka heyrnarfræðings Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ)  verður við heilsugæslustöðina í Búðardal mánudaginn 16. júlí. Heyrnarmælingar, ráðgjöf um heyrnartæki, aðstoð og stilling. Bókanir eru í síma 581 3855. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Sögurölt við Steingrímsfjörð

DalabyggðFréttir

Farið verður í sögurölt við Steingrímsfjörð á Ströndum næstkomandi mánudag, þann 2. júlí kl. 19.30 og lagt af stað frá Húsavíkurkleif, rétt sunnan við bæinn Húsavík. Gangan er skipulögð í samstarfi Byggðasafns Dalamanna, Sauðfjárseturs á Ströndum, Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og Náttúrubarnaskólans. Söfnin hafa tekið höndum saman um vikulegt sögurölt í Dölum og á Ströndum í sumar í …

Sögurölt í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum ákváðu í vetur að leggja saman krafta sína og skipuleggja sameiginlega göngur í sumar. Í fyrrasumar var boðið upp á fjölbreyttar göngur hjá báðum söfnunum, en í sumar er stefnan sett á styttri göngur og meiri sögur, þ.e. sögurölt um Dali og Strandir. Fyrsta söguröltið verður í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands og Ólafsdalsfélagið mánudaginn …

Sveitarstjóri í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnu og vinna af krafti að nýjum verkefnum sem sveitarfélagið hyggst hefja undirbúning á í náinni framtíð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið Daglegur rekstur sveitarfélagsins …

Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs fer fram laugardaginn 23. júní og hefst kl. 10 á reiðvellinum í Búðardal. Fyrir hádegi verður forkeppni í tölti, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og í B og A flokkum gæðinga. Eftir matarhlé verður síðan keppt í úrslitum í ofangreindum flokkum. Auglýst kvölddagskrá fellur niður, en kappreiðar í mótslok fara eftir þátttöku.   Hestamannafélagið Glaður

Söfnun dýrahræja

DalabyggðFréttir

Farið verður um og dýrahræjum safnað norðan girðingar á miðvikudögum og sunnan girðingar á fimmtudögum í sumar. Nauðsynlegt er að búið sé að panta fyrir hádegi á þriðjudögum. Ef engin pöntun hefur borist fyrir þann tíma verður ekki farin ferð þó pantanir berist síðar í vikunni, heldur geymt fram í næstu viku. Bændum er bent á að panta strax og …