Kjörskrá Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna kosninga til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember 2010, liggur kjörskrá Dalabyggðar frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 17. nóvember 2010 til kjördags. Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 10 -15. Sveitarstjóri Dalabyggðar

Íris Björg – tónleikar

DalabyggðFréttir

Íris Björg heldur tónleika í Leifsbúð sunnudagskvöldið 28. nóvember kl. 20. Tónleikarnir eru í tilefni nýútkominnar plötu hennar „Mjúkar hendur“. Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Sögufélag Dalamanna

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Sögufélags Dalamanna verður í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20 i Leifsbúð. Hefðbundin aðalfundarstörf. Hægt að kaupa kaffi og meðlæti hjá Freyju.

Menningarráð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrki vegna starfsársins 2011. Áherslur Menningarráðs Vesturlands vegna styrkveitinga eru eftirfarandi: · Verkefni sem draga fram sérkenni og menningu Vesturlands. · Verkefni sem styðja menningartengda ferðaþjónustu og auka atvinnu. · Menningarstarf sem stuðlar að nýsköpun, eykur listrænt starf og frumkvöðlastarf. · Verkefni sem eflir samstarf milli svæða í menningarmálum og menningarferðaþjónustu. · Verkefni sem …

Útboð á laxveiði í Krossá á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd leitar hér með tilboða í lax- og silungaveiði á starfsvæði félagsins fyrir árin 2012, 2013 og 2014, samkvæmt fyrirliggjandi útboðsskilmálum og upplýsingum. Krossá er á Skarðsströnd í Dalabyggð í fögru umhverfi og í rúmlega 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Veitt er á flugu og maðk á tvær stangir frá 1. júlí til 25. september. Útboðsgögn má …

Norræni skjaladagurinn

DalabyggðFréttir

Norræni skjaladagurinn er á laugardag og af því tilefni verður opið hús hjá Héraðsskjalasafni Dalasýslu kl. 13-16. Frá árinu 2001 hafa norræn skjalasöfn sameinast um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Veður og loftslag“ sem er sameiginlegt norrænt þema. Hægt er að kynna sér norræna skjaladaginn nánar og efni frá öllum héraðsskjalasöfnum tengt veðri og …

Tríó Blik í Dalabúð í kvöld.

DalabyggðFréttir

Tríó Blik verður með tónleika í Dalabúð fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 í Dalabúð. Tríó Blik skipa Hanna Dóra Sturludóttir söngkona, Freyja Gunnlaugsdóttir á klarínettu og Daníela Hlinkova á píanó. Þær munu flytja nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Á efnisskránni eru þjóðþekktar perlur eftir þá félaga Ása og Geira, lög eins og …

Söfnun á rúlluplasti

DalabyggðFréttir

Söfnun á rúlluplasti í Dalabyggð verður dagana 8. og 11. nóvember. Næsta losun verður í janúar 2011. Vinsamlegast hafið samband við Viðar í síma 894 0013 fyrir mánudag ef þið viljið nýta ykkur þetta.

Konukvöld í Bjarkalundi

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Katla mun standa fyrir konukvöldi í Bjarkalundi föstudaginn 5. nóvember, kl. 20:30. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þema kvölsins er SLÆÐUR og því mæta allar konur með slæður. Veislustjóri verður Sigríður Klingenberg lífskúnster og spámiðill og mun hún spá fyrir þeim sem vilja í lokin. Anna Gunnarsdóttir stílisti og snyrtifræðingur kíkir í fataskápinn og ráðleggur okkur …