Glaður

DalabyggðFréttir

Vetrarstarf Glaðs er nú hafið, þó svo fyrsta mót vetrarins hafi verið blásið af. Framundan er töltmót, skemmtikvöld og reiðnámskeið.

Töltmót

Töltmót verður í Nesoddahöllinni miðvikudaginn 22. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, karlaflokki og kvennaflokki ef næg þátttaka fæst. Veitingasala verður á staðnum.
Tekið er við skráningum til og með mánudeginum 21. febrúar. Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt. Nánari upplýsingar um skráningu má finna á heimasíðu Glaðs.

Stigakeppni

Í gegnum tíðina hefur verið einstaklingsstigakeppni á mótum Glaðs. Á hverju móti fá átta efstu knapar í hverjum flokki stig. Stigahæsti knapi vetrarins í hverjum flokki er síðan verðlaunaður.
Í ár hefur nú verið ákveðið að bæta við liðakeppni. Tvö lið verða, annars vegar Búðardalur og hins vegar sveitirnar. Stig úr öllum flokkum telja í liðakeppninni.
Þau mót sem telja í stigakeppni einstaklinga og liða eru smali, töltmót, fjórgangur, vetrarleikar og hestaíþróttamót.

Skemmtikvöldið

Sameiginlegt skemmtikvöld Hrossaræktarsambands Dalamanna og Hestamannafélagsins Glaðs verður laugardaginn 25. febrúar í Leifsbúð, kl. 20:30.
Verð er 3.500 kr. á mann og sér Freyja Ólafsdóttir um veitingar. Upplýsingar um pantanir má finna á heimasíðu Glaðs.

Reiðnámskeið

Fyrsta námskeiðshelgin hjá Sigvalda Lárusi verður 18.-19. febrúar og sú næsta 17.-18. mars. Enn er hægt að skrá sig, en upplýsingar um skráningu má finna á heimasíðu Glaðs.
Helgina 17.-18. mars verður Sigvaldi einnig með almennan fræðslufund um þjálfun hrossa og fleira.

Heimasíða Glaðs

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei