HVE – Búðardal

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal þjónar íbúum í sveitarfélögunum Dalabyggð og Reykhólahreppi. Starfsvæðið nær frá Álftafirði vestur á Litlanes á sýslumörkum Austur- og Vestur Barðastrandasýslna. Læknar HVE Búðardal veita einnig læknisþjónustu við hjúkrunarheimilin Barmahlíð, Silfurtún og Fellsenda.
Heilsugæslustöðin í Búðardal er til húsa að Gunnarsbraut 2. Yfirlæknir er Þórður Ingólfsson og yfirhjúkrunarfræðingur Ásgerður Jónsdóttir. Sími er 432 1450. Vaktsími heilsugæslulæknis er 112.

Heilsugæslustöðin í Búðardal er opin kl. 9–12 og 13–16 alla virka daga. Viðtalstímar læknis eru þriðjudaga–föstudaga. Símatímar læknis eru þriðjudaga–föstudaga kl. 10:30–11:30.

Á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum er veitt almenn læknisþjónusta heilsugæslulækna, vaktþjónusta, almenn hjúkrunarþjónusta, sérfræðiþjónusta, heilbrigðisfræðsla, heilsuefling, heimahjúkrun, mæðraeftirlit, ungbarnaeftirlit, skólaheilsugæsla, krabbameinsleit, ónæmisaðgerðir, heilsuvernd aldraðra, heyrnarvernd, hópskoðanir, starfsmannaheilsuvernd, sjúkraflutningar og tannlækningar.
Mæðravernd er á fimmtudögum kl. 13–14 og ungbarnaeftirlit á miðvikudögum kl. 13:40–15. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Erling Valdimarsson tannlæknir er með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaga og föstudaga. Tímapantanir í Búðardal eru í síma 434 1445 / 695 7742. Erling er einnig með stofu á Hvammstanga og Hólmavík.
Þórir Bergmundsson háls-, nef og eyrnalæknir er með móttöku í heilsugæslustöðinni í Búðardal á þriggja mánuða fresti. Næst er móttaka mánudaginn 27. febrúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir er með móttöku í heilsugæslustöðinni í Búðardal á þriggja mánuða fresti. Næst verður hún með móttöku fimmtudaginn 1. mars. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Lyfjaendurnýjun. Hægt að fá föst lyf endurnýjuð í síma 432 1450 eða með rafrænni beiðni á heimasíðu heilsugæslunnar. Eingöngu er hægt að fá lyf sem fólk notar að staðaldri með þessum hætti. Ekki er hægt að fá sterk verkjalyf, ávanalyf eða eftirritunarskyld lyf afgreidd með rafrænni beiðni.
Útibú frá Lyfju er í heilsugæslustöðinni í Búðardal. Afgreiðslutími er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13–17. Þriðjudaga og föstudaga er opið kl. 10–17. Sími er 434 1158, fax 434 1658 og netfangið budardalur@lyfja.is.

Heilsugæslan Búðardal

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei