Fjölskylduhestaferð Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjölskyldu-hestaferð sunnudaginn 12. febrúar.
Lagt verður af stað kl. 14 stundvíslega frá Vatni í Haukadal. Riðið verður inn Haukadal að Stóra-Vatnshorni en þar munu þau Hanna Sigga og Valberg taka á móti okkur með kaffi og kakói.
Allir reiðfærir velkomnir. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta tímanlega að Vatni með hest, reiðtygi og reiðhjálm.

Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei