Símenntunarmiðstöðin – faðmlagakjóllinn

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur námskeiðið „Faðmlagakjóllinn“ í Auðarskóla, fimmtudaginn 23. febrúar, kl. 18-21.
Saumaður er kjóll á einni kvöldstund. Þátttakendur mæta með um 2 metra af efni. Hægt að nota hvaða efni sem er.

Námskeiðið hentar öllum, bæði þeim sem kunna að sauma og þeim sem hafa aldrei saumað.

Leiðbeinandi er Ólöf S. Davíðsdóttir. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Símenntunarmiðstöðinni. Verð er 7.900 kr.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei