Vinnandi vegur

DalabyggðFréttir

VINNANDI VEGUR er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins. Ávinningur allra er hafður að leiðarljósi. Um leið og atvinnurekendum er gert kleift að nýráða starfsfólk er atvinnuleitendum gefið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu.
Með þátttöku í VINNANDI VEGI eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda. Átakið beinir sjónum sérstaklega að einstaklingum sem hafa verið án vinnu lengur en 12 mánuði.
Fyrirtæki geta ráðið starfsmann sem hefur verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur og fengið 167.176 kr. á mánuði í styrk upp í kjarasamningsbundin laun, auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Tímalengd ráðningarstyrks getur verið allt að 12 mánuðir.
Eða að fyrirtæki geta ráðið starfsmann sem hefur verið án vinnu skemur en 12 mánuði og fengið allt að 6 mánaða styrk upp í kjarasamningsbundin laun, auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Styrkurinn miðast við bótarétt starfsmannsins.
Átakið stendur eingöngu frá 15. febrúar til 31. maí.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei