17. júní 2023 í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Dagskrá:

Kl. 11:00
Dagskrá hefst við Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal.

Kristín Ólína Guðbjartsdóttir Blöndal flytur ávarp fjallkonu og Garðar Freyr Vilhjálmsson sveitarstjórnarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar flytur hátíðarræðu í tilefni dagsins.

Flutt verður tónlistaratriði og að því loknu verða hinir ýmsu leikir, þrautir og fjör vítt og breitt um svæðið með Skátafélaginu Stíganda.
T.d. eldur til að grilla pylsur og skátabrauð, andlitsmálun, hoppukastali, teymt undir á hestum, sápukúlur, krítarlistaverk og fleira.

Kl. 13:00
Glímufélag Dalamanna með sýningu og dagskrá í tilefni af 25 ára afmæli félagsins í Dalabúð.

 

Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að gera sér glaðan dag og draga fána að hún.

 

Farin verður heimsókn á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún.
Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Dagskrá er birt með fyrirvara um veður en þá gæti þurft að aðlaga hana að því.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei