17. júní hátíðarhöld í Búðardal

DalabyggðFréttir

Safnast verður saman við Dalabúð kl. 13:30 og börn fá þar fána og andlitsmálningu. Skrúðganga verður kl. 14 að Silfurtúni þar sem verður flutt hátíðarræða og fjallkonan stígur á stokk. Skátarnir munu að því loknu stýra leikjum þar sem börn jafnt sem fullorðnir munu etja kappi.
Að dagskrá lokinni er tilvalið að njóta veitinga í Leifsbúð, Dalakoti eða í Blómalindinni. Hátíðarhöldin verða í umsjón Lionsklúbbs Búðardals og Skátafélagsins Stíganda.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei