Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Ísland.is.
Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er 3% staðgreiðsluafsláttur.
Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír. Athugið að upphæðir má sjá í íbúagátt en greiðsluseðlar birtast inni á „Mínar síður“ á Ísland.is.
Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í tölvupósti eða útprentaðan geta sent beiðni um slíkt á dalir@dalir.is eða hringt í skrifstofu Dalabyggðar á símatíma kl. 9-13, síminn er 430 4700.
Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf að muna að senda tilkynningu á bokhald@dalir.is
Reikningsupplýsingar fyrir greiðslu fasteignagjalda eru: kt. 510694-2019 rkn.nr. 0312-26-1818
Nánari upplýsingar varðandi álagningu fasteignagjalda:
Útsvar og fasteignagjöld 2021 – útsvar, fasteignaskattur, lóðaleiga, afsláttur ellilífeyrisþega og öryrkja, innheimta.
Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka – Eyðublað: Fasteignagjöld félaga, umsókn
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2021